Fyrir hverja?

Samfélags-þenkjandi eldhuga

Við leitum að þátttakendum sem hafa brennandi vilja og áhuga á því að leggja sitt af mörkum til samfélagsþróunar í heimabyggð og á svæðinu öllu.

Ungt fólk
á öllum aldri

Þú þarft að vera 18 ára til að taka þátt. En aldur er annars engin fyrirstaða. Við leitum að þátttakendum sem hafa vilja styrkja tengslanet sitt og hafa þor og kjark til að hafa áhrif.

Fólk af öllum
þjóðernum

Talar þú ekki íslensku? Ekkert mál! Við leitum að þátttakendum af öllum þjóðernum. Kennsla fer að mestu fram á ensku og vinnustofur fara fram jafnt á staðnum sem og á fjarfundum.

Alla sem elska Vestfirði

Ef þú býrð á Vestfjörðum, hefur búið hér, langar að setjast hér að eða hefur brennandi áhuga á framtíð Vestfjarða, þá ert þú sá eða sú sem við leitum að!

Ertu samfélagsþenkjandi eldhugi?
Hefur þú brennandi áhuga á jákvæðum breytingum
og hefur þor og kjark til að fylgja þeim eftir?
Ef svo er, þá er LausnaVer eitthvað fyrir þig!

LausnaVer er skipulagt sem
þriggja mánaða námsbraut

LLausnaVer fer fram í júní, júlí og ágúst á þessu ári, 2021. Þátttakendur hittast (á staðnum eða á fjarfundum) í 2-4 klst á viku í vinnustofum með íslenskum og alþjóðlegum sérfræðingum, á vinnufundum og kynningum á tilteknum þemum ásamt því sem hópar þátttakenda hafa aðgang að leiðbeinanda (mentor) einu sinni í viku.

Gert er ráð fyrir þó nokkurri verkefnavinnu þar sem þátttakendur vinna einir og í hópum að tilteknum áskorunum og lausnum. Námsbrautin endar með stærri viðburði þar sem þátttakendur kynna hugmyndir sínar fyrir samfélaginu og finna farveg fyrir verkefnin í sameiningu. Verkefnin eru miðuð að Sjálfbærnimarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna SDG og er námsefnið þróað í samstarfi við Future Food Institute (FFI/FAO).

Þáttakendur sitja stafrænar og staðbundnar vinnustofur og vinna að greiningum á staðbundnum vandamálum og þróa lausnir sem ætlað er að koma til móts við þarfir samfélagsins og svæðisbundinnar framleiðslu. Leiðbeinendur (leiðtogar á sínu sviði) munu leiðbeina ungu leiðtogunum við að þróa raunhæfar og nýjar lausnir við að breyta vannýttu efni í eitthvað nýtilegt (hagnýt nýsköpun). Hópvinna mun gera frumkvöðlunum betur kleift að einbeita sér að eigin styrkleikum og átta sig á möguleikum sínum.

Hvernig sæki ég um?

Umsóknarfrestur er til 15. maí!

Eingöngu er tekið við rafrænum umsóknum. Sæktu um sem fyrst til að auka líkur á inntöku. 

Segðu okkur í umsókninni hver þú ert og af hverju þú sækir um. Þær upplýsingar vega þyngra en hefðbundin menntun eða starfsreynsla við val á umsækjendum. Kynningu má skila, sem viðhengi við umsóknarformið, í stuttu bréfi, með glærum eða í stuttu myndbandi eða hljóðupptöku. 

Við hlökkum til að heyra frá þér!

Skipulag námsbrautar

Nánari upplýsingar um skipulag námsbrautarinnar er að finna hér

Júní 2021

Þátttakendur vinna að greiningu á áskorunum og tækifærum í nærumhverfi. Innlendir frumkvöðlar og fagaðilar á svæðinu leiðbeina þátttakendum. Greining á þáttum sem ýta undir nýsköpun. Handleiðsla og þjálfun í hópastarfi. Samvera og tengslamyndun. 

* Þema: Hetjur í nærumhverfi – Innblástur
* Vinnustofur: Liðsmótun, færniþjálfun, greining
* Hópaverkefni: Greining á fyrirtæki / einstaklingi í frumkvöðlastarfsemi
* Uppgötvaðu: Frumkvöðlar og leiðtogar í nærumhverfinu 
*
Handleiðsla: Fundir / hópavinna með leiðbeinanda 
*
Samvera: Kynnumst hvert öðru og frumkvöðlum í nærumhverfi
*
Lærum: Kynning á niðurstöðum hópaverkefna

Júlí 2021

Þátttakendur leita út fyrir landsteinana, kynnast erlendum frumkvöðlum og greina lykilþætti í árangri þeirra. Greiningar á vannýttum tækifærum og möguleikum í framleiðslu. Hóphandleiðsla, einstaklingsverkefnum, skipulagning viðburða sem ýta undir samvinnu og samveru. 

Tenging við viðburði, fagfólk og netverk eldhuga Future Food Institute  sem hnýtir LausnaVer inn í yfirstandandi lausnamót sín víðsvegar um heim.

* Þema: Alþjóðlegar hetjur – Markmiðasetning
* Vinnustofur: Frá hugmynd að fyrirtæki
*
Hópaverkefni: Innlendir og erlendir frumkvöðlar 
*
Uppgötvaðu: Frumkvöðlar á alþjóðavettvangi
*
Handleiðsla: Fundir / hópavinna með leiðbeinanda
* Samvera: Kynnumst hvert öðru og frumkvöðlum víða um heiminn
*
Lærum: Kynning á niðurstöðum hópaverkefna

Ágúst 2021

Kennsla í höndum Future Food Institute (FFI/FAO) sem hnýtir LausnaVer inn í viðburði og vinnustofur sem verða haldnar á Íslandi. Vinna þátttakenda út frá þemum sem unnið verður með í vinnustofum FFI. Skipulagning og undirbúningur á lokaviðburði LausnaVers. Tengjum saman niðurstöður verkefnavinnu, matartilbúning, þátttakendur og frumkvöðla í nærumhverfinu. 

* Þema: Frá hugmynd til framkvæmdar
* Vinnustofur: “Food as a conversation”, “Sjálfbærar matvælaafurðir”.
* Hópaverkefni: Innleiðing og netverksaukning.
* Uppgötvaðu: Samfélagsnýsköpun sem leið til árangurs.
* Handleiðsla: Fundir/hópavinna með leiðbeinanda.
* Samvera: Samfélag  í ýmsum skilningi.
* Lærum: Skipulagning á samfélagsviðburði / lokaviðburði.

LausnaVer er vettvangur fyrir unga og upprennandi frumkvöðla sem vilja sameina krafta sína í leit að raunverulegum breytingum.

Nánari upplýsingar

1Hvað er LausnaVer?

Skúrin, samfélags- og nýsköpunarmiðstöð á Flateyri og Djúpið, frumkvöðlaskjól í Bolungarvík standa að leiðtogaþjálfun og LausnaVeri fyrir ungt fólk sumarið 2021. LausnaVer er unnið í samvinnu við Vinnumálastofnun, Lýðskólann á Flateyri, Vestfjarðastofu og samfélags- og nýsköpunarmiðstöðvar á Vestfjörðum auk fjölda styrktar- og samstarfsaðila.

LausnaVerinu er ætlað að skapa vettvang fyrir unga og upprennandi Vestfirðinga til að sameina krafta sína á leið sinni að raunverulegum breytingum. Með því að nota sameiginlega ástríðu okkar, mat, munum við vinna náið með okkar nær- og fjærsamfélagi til að skapa verðmæti í framleiðslu og finna nýjar lausnir á gömlum og viðvarandi vandamálum.

2Fyrir hverja?

Við leitum að þátttakendum sem hafa brennandi vilja og áhuga á því að leggja sitt af mörkum til samfélagsþróunar í heimabyggð og á svæðinu öllu. Valdir verða til þátttöku einstaklingar sem hafa sýnt frumkvæði og þor og eru tilbúin til að reyna á sig, takast á við áskoranir og leita að verðmætum lausnum við framtíðaruppbyggingu á svæðinu.

Við leitum að dyggum framtíðarleiðtogum! 

LausnaVerið hentar jafnt Íslendingum sem og öðrum og fer kennsla og verkefnavinna einnig fram á ensku. Þátttakendur munu geta stjórnað vinnuflæði að miklu leyti sjálfir.

Gjaldgengir eru allir þeir sem búa á Vestfjörðum, hafa búið hér, hyggjast setjast hér að eða hafa brennandi áhuga á framtíð Vestfjarða. Aldurstakmark eru 18 ára en efri mörk er engin. Þátttakendur verða valdir eftir reynslu,  menntun eða sérhæfingu og lífshlaupi. Valnefnd á vegum samstarfsaðila sér um að velja þátttakendur úr hópi umsækjenda.

3Þátttökugjald

Gjald fyrir þátttöku í LausnaVeri er 50 þúsund krónur sem greiðist þegar þátttaka hefur verið staðfest.

Þátttakendur geta valið að greiða gjaldið sjálfir en til greina kemur einnig að leita til fyrirtækja eða stofnana á svæðinu um styrk til þátttöku. Hafðu samband ef þú þarft aðstoð við að leita þér styrkja. Við erum uppfull af hugmyndum.

Starfsmenntasjóðir verkalýðsfélaga styrkja flest félagsmenn sína til slíks náms og miðast styrkir við 90% af þátttökugjaldi. Nánari upplýsingar fást hjá stéttarfélögum.

4Hvernig sæki ég um?

Umsóknarfrestur er til 15. maí n.k. en opnað verður fyrir umsóknir þriðjudaginn 27. apríl.

Áður en þú sækir um!

Með umsókninni viljum við gjarnan fá upplýsingar um hver þú ert, hvaðan þú kemur og ástæður þess að þú sért kjörin/n til þátttöku í LausnaVeri. Við val á þátttakendum munu þær upplýsingar hafa mun meira vægi en hefðbundin menntun eða starfsreynsla. Kynningu má skila, sem viðhengi við umsóknarformið hér fyrir neðan, í stuttu bréfi, með glærum eða í stuttu myndbandi þar sem þú segir okkur frá þér. Notaðu ímyndunaraflið, við hlökkum til að heyra frá þér.

Umsækjendur eru hvattir til að sækja um sem fyrst til að auka  sínar möguleika á inntöku. Afgreiðsla umsókna fer fram jafnóðum og þær berast.

Athugið að einungis er tekið við rafrænum umsóknum sem berast í gegnum umsóknarformið.

Við hlökkum til að heyra frá þér!

Þegar þú hefur sent inn umsókn getur þú búist við að heyra mjög fljótt frá okkur.

Takk bakhjarlar